Færsluflokkur: Bloggar

Reykjavík, verðlauna vetrarborg?

Svona hljómaði fyrirsögnin á grein Einars Bárðarsonar forstöðumanns Höfuðborgarstofu í Morgunblaðinu í morgun. 

Eitt af því fáa sem hægt er að segja jálvætt um greinina er að hún skuli ekki birtast í víðlesnara blaði! 

1. Í fyrsta lagi þá kemur fram við lestur greinarinnar að borgin hefur ekki unnið til neinna verðlauna sem vetrarborg. Hún hefur hins vegar komist á lista CNN-fréttastofunnar yfir áhugaverðustu vetrar- og jólaáfangastaði í heimi. Þetta er alls ekki það sama og vinna til einhverra verðlauna.

2. Í öðru lagi segir Einar að, "sú kynning sem hlýst af því að vera valin á þessa lista, auk markaðsherferða hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar s.s. Inspired by Iceland, hafa orðið til þess að ferðamönnum hér á síðustu örfáu árum hefur fjölgað til mikilla muna." Einar getur á engan hátt sýnt fram á réttmæti þessarar fullyrðingar. Ekki hefur verið sýnt fram á framangreint hafi haft nokkur áhrif til fjölgunar ferðamanna! Og Einar á að vita betur. Það virðist ekki nóg að mæta á málstofur og hádegisfyrirlestra um þessi mál. Það þarf líka að vera andlega á staðnum, Einar!

3. Í þriðja lagi byrjar svo sama gamla tuggan. "Afraksturinn er stórauknar tekjur fyrir þjóðarbúið, sívaxandi umsvið ferðaþjónustufyrirtækja, o.s.frv. " Með öðrum orðum mælikvarðar á árangur sem alls ekki hefur verið hægt að tengja einhverjum listum CNN eða annarra né markaðsherferðum hagsmunaaðila.

4.  Í fjóra lagi segir Einar að nokkrir þættir hafi skipt sköpum við að koma Reykjavík á blað með þeim hætti sem lýst var í fyrsta lið hér að ofan. Það er á lista CNN og annarra.

Fyrst nefnir hann samstillt átak um stefnumótun ferðaþjónustunnar (mótun ferðamálastefnu Reykjavíkur til ársins 2020) og gerðu "vetrarborgina Reykjavík að einni fjögurra meginstoða þeirrar stefnu." Svo er farið að tala um söfnin og markaðssetningu sundlauganna, skreytingar borgarinnar og Miðborgina og fjölmargt fleira nefnt.

Þetta getur tæpast talist lýsing á stefnumótun, þetta er lýsing á aðgerðum sem er alls ekki sami hluturinn. Minni á að ég hef líka fjallað um hana í ferðaþjónustunni, m.a. á hádegisverðarfundi þar sem Einar var a.m.k. á staðnum og á ÍNN. Það sem ég sem lesandi vill vita er hve faglega er staðið að markaðsstarfinu hjá Höfuðborgarstofu í sambandi við Reykjavík sem vetrarborg.

Hvernig var staðið að markaðshlutuninni?  Ekki geta vetur og jól komið út úr henni?! Það væri að byrja á öfugum enda (lausninni en ekki vandamálinu eða tækifærinu). Hvaða markhópar urðu síðan fyrir valinu? Við hverja er Reykjavík helst að keppa um hylli þessara hópa? Hver er staðfærslan, þ.e. sú mynd sem við viljum að þeir hafi í hugum sér af Reykjavík sem vetrar- og jólaborg í samanburði við helstu keppinautana? Ekkert af ofangreindu virðist liggja fyrir og beiting vörumerkjaauðkenna markaðssamskipta (og annarra markaðsráða) því í besta falli út í loftið. Eins og best sést á því að grípa þarf til fullyrðinga um að ferðamönnum hafi fjölgað til mikilla muna í stað þess að geta bent á mælikvarða tengda markhóp(um) vörumerkisins Reykjavík. Stefnan er óljós, ekki er vitað hver staðan er og því ekki hvernig það sem gert er á að koma manni þangað!

5. Næst tiltekur Einar öflugar lista- og menningarhátíðir utan háannar og tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hafi átt þátt í (þessari) velgengni. Í tilfelli þess fyrrnefnda væri ábyggilega hægt að sýna fram á árangur.

6. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það er nefnilega mat Einars að "á síðustu þremur árum hafi  hins vegar tekist mjög vel til að stilla saman strengi og skilaboðin frá Reykjavík hafa verið samhljóma: Reykjavík vetrarborg." Þvílík snilld. Það þarf samræmd skilaboð! Samt eru alls konar önnur skilaboð (slagorð) í gangi sem keppa við þessi skilaboð. Fullyrðingin fellur því um sjálfa sig.

7. (Þetta tengist lið 4). Í öðru lagi nefnir Einar að "lykiláhrifavaldur í þessari velgengni og sá sem að mínu mati skiptir mestu borgarbúar sjálfir ... gestir okkar njóta þess að borgarbúar eru vinsamlegir og hjálplegir ...Borgarbúar (séu) þannig hinn faldi áhrifavaldur velgengni ferðaþjónustunnar í Reykjavík og á Íslandi (það er bara ekkert annað, landið allt undir - innskot mitt). Þessu til stuðnings nefnir Einar yfirgripsmikla viðhorfskönnun (meðal 20.900 svarenda) þar sem fram kom að Reykjavík væri vinaleg borg og Reykvíkingar vinalegir.

Einar segir að ofangreindar upplýsingar séu gríðarlega mikilvægar upplýsingar og verðmætin í þeim séu mikil.

En er það svo?

Láta menn ekki blekkjast af fjölda svarenda? Það er ekki nóg að margir svari könnunum. Það þarf að vera eitthvert vit í þeim líka, þ.e. í þessu tilfelli þurfa þær að hjálpa til við að leysa eitthvert markaðslegt vandamál (eða taka stöðuna). Og hver er staðan meðal markhóps eða markhópa vetrarborgarinnar Reykjavíkur? Vitum það ekki. Hversu mikilvægur er þessi þáttur (vinaleg borg/vinalegir borgarbúar)? Hefur hann áhrif á kaupáform? Og ef svo er eru það aðrir þættir sem hafa meiri áhrif og leggja ætti meiri áherslu á? Kannski jafnvel eitthvað sem markhópurinn teljur að ósekju vera veikleika? Og hvernig stöndum við okkur í þessum þætti (vinaleg borg/vinalegir borgarbúar) miðað við helstu keppinautana? Er þetta aðgreinandi þáttur eða sameiginlegur?

8. Og hvað ráðleggur Einar okkur svo að gera, "Höldum áfram að taka vel á móti erlendum gestum...". Þetta er svona um það bil það eina (fyrir utan fyrrihlutann af lið 5) þar sem hægt er að taka undir með Einari.

Það sem ég ráðlegg Einari hins vegar að gera, sem forstöðumanni Höfuðborgarstofu, er eftirfarandi:

1. Sjá til þess að mótuð sé markaðsstefna fyrir Reykjavíkurborg (sem vetrarborg). Markhópur eða markhópar, staðfærsla (og skilgreiningar á h elstu keppinautum)

2. Sjá til þess að gerðar séu þær mælingar sem þarf til þess að hægt sé að fylgjast með því hvaða markaðsaðgerðir hafa áhrif á víddir vörumerkjavirðis Reykjavíkur (sem vetrarborgar) og hverjar þeirra skipta mestu máli fyrir vörumerkjavirðið sem slíkt.Sjá

3. Sjá til þess, eins og hægt er að vörumerkisauðkenni séu rétt valin og beitt, skilaboðin í markaðssamskiptum séu til þess fallin að ná fram staðfærslunni og þau "birtist" þannig að það náist til markhópsins eða markhópanna og að síðustu að aðrir markaðsráðar styðji við jákvæða reynslu og upplifun.

Ráddu svo einhverja sem bæði hafa þekkingu og reynslu af mótun markaðsstefnu og innleiðingu hennar, uppbyggingu vörumerkjavirðis og hvernig eigi að mæla árangur marksaðgerða. Það þarf meiri fagmennsku á Höfuðborgarstofu og þar með kröfuharðari kaupendur þjónustu ráðgjafa.

Friðrik Eysteinsson


Svikahrappur, meintur ritstuldur og morðhótun

https://www.facebook.com/fridrik.eysteinsson?hc_location=stream

 


Ritstuldur í viðskiptafræðideild HÍ?

Doktorsnemi í deildinni mun víst hafa orðið uppvís að því að stela heilu og hálfu köflunum og nota í doktorsritgerð sem hann skilaði inn. Í byrjun júlí var sviðsforseti upplýstur um þetta. Hann gerði ekkert í málinu þó hann teldi það grafalvarlegt. Eftir að málið komst í hámæli innan deildarinnar var nemandinn hins vegar tekinn út af lista deildar yfir doktorsnema sennilega til að reyna að fela það að hann hefði verið þar!

En þetta mál á sér fleiri hliðar. Leiðbeinandi nemandans uppfyllti ekki þær faglegu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Hann var ekki sérfræðingur í viðfangsefni ritgerðar nemandans. Og þess vegna áttaði hann sig ekki á ritstuldinum. Við þessu var margbúið að vara. Ef ekki hefði komið til árvökull meðleiðbeinandi hefði nemandinn líklega lokið doktorsprófi jafnvel með láði!

En sagan er ekki öll. Leiðbeinandinn 'slysaðist' til að skrifa grein með nemandanum. Ekki virðist hafa tekist betur til en svo að eitt og annað sem aðrir höfðu skrifað orðrétt annars staðar lenti óvart í þeirra grein. Ef rétt er þá er þetta hið versta mál. Hart væri tekið á þessu ef meintir dónakallar væru utan háskólans eins og nýlegt dæmi sannar.

Það sem kannski er verst í þessu er að enginn veit hvort allt var með felldu þegar þær fjórar doktorsnafnbætur sem deildin hefur veitt voru veittar því a.m.k. í sumum tilfellum uppfylltu leiðbeinendur, aðrir í doktorsnefndum  og andmælendur í doktorsvörn ekki þær faglegu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Og við vitum ekki heldur hvort allt verður eins og það á að vera í framtíðinni því ekkert hefur breyst hvað val áleiðbeinendum og öðrum varðar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hvað á að gera?

Í skýrslu The Boston Consulting Group, sem er mikill áfellisdómur yfir Íslandsstofu og öðrum þeim sem koma að stjórnun ferðamála, kemur fram að með því að stíla í auknum mæli inn á markhópa sem gefa meira af sér væri hægt að auka verga landsframleiðslu um 450 milljarða samtals á næstu tíu árum. Út frà þessu má ábyggilega gera ráð fyrir að yfir 200 milljarðar hafi tapast á sl 10 árum.  Það er grundvallaratriði í markaðsfræðum að beina markaðsstarfi að ákveðnum markhópum. Íslandsstofa gerir það ekki og hefur ekki gert. Síðan virðast starfsmenn ekki gera sér grein fyrir því hvað staðfærsla er (sú mynd sem við viljum hafa af Íslandi sem áfangastað i hugum markhópa í samanburði við keppinauta). Að lokum virðist ekki á hreinu við hverja við erum að keppa né hvernig skuli ná fram staðfærslunni með slagorðum og markaðssamskiptum. Ofangreint er kjarninn í faglegu markaðsstarfi. Siðan bætist við að Íslandsstofa hefur ekki getað sýnt fram á að hvorki Inspired by Iceland nè Ísland - allt árið hafi náð nokkrum árangri og skattborgararnir fengið neitt fyrir sinn snúð. Það er þvi ljóst að annað af tvennu þarf að gera. Annað hvort að ríkið hætti að setja pening í þessi markaðsátök Íslandsstofu eða skipt verði um stjórn, forstjóra og þá starfsmenn sem hafa unnið að þessum verkefnum og hæft fólk (með þekkingu og færni í markaðsmálum) skipað eða ráðið í staðinn!
mbl.is Varist að greina frá leyndardómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er bætt í vitleysuna

Ekki veit ég hvaðan hugmyndin kom að þessari vitleysu. Hélt það væri nógu erfitt að koma staðfærslunni (náttúran, menningin, gestrisnin) á framfæri í gegnum 'Inspired by Iceland' (og Ísland -allt árið) á framfæri þó ekki væri verið að bæta slagorðinu 'share the secret' og þeim bjánaskap sem þvi fylgir við. 
mbl.is Viðkvæm svæði ekki markaðsvædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Share the secret?

Hvernig Íslandsstofu datt þessi vitleysa í hug veit ég ekki en hef samt grun um að auglýsingastofa hafi selt þeim hugmyndina. Þetta er arfavitlaust. Hlutverk slagorða er að hjálpa til við að koma ákveðinn staðfærslu á framfæri (sú mynd sem við viljum hafa í hugum markhópsins samanborið við keppinautana). Tengist henni ekki neitt. Það er eins og þeir sem eru við stjórnvölinn hjá Íslandsstofu haldi að Inspired by Iceland sé vörumerki (en ekki slagorð eins og það er) og það þurfi að hengja slagorð utan á það. Það á bara að nota eitt slagorð a hverjum tíma! Svo eru líka alls konar heimasíður og önnur slagorð líka í gangi sem gerir þetta enn verra.
mbl.is Safna íslenskum leyndarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

G og K

Á ensku kallast sjúkdómurinn 'foot and mouth disease'. Hjá Sigmundi komu sjúkdómseinkennin í rangri röð. Fyrst kom gin hluti sjúkdómsins fram í kosningabaráttunni en klaufa hlutinn ekki fyrr en í kvöldverðinum með bandaríkjaforseta.
mbl.is Vildi ekki vera bara í Nike-skóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólagjöld

Ríkið á alfarið að hætta að fjármagna háskólana á Íslandi. Það myndi kalla á sameiningu háskóla, aukna samkeppni, meiri gæði og lægri kostnað fyrir samfélagið.

Selja þyrfti HÍ til þess að eðlileg tiltekt færi þar fram eða leggja skólann niður og stofna nýjan á grunni hans (sem síðan yrði seldur). Það er hægt að reka HÍ með mun skilvirkari hætti.


mbl.is HÍ þolir ekki meiri niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskýrar verklagsreglur?

Ekki er nú öll vitleysan eins. Nú á að biðja JBH afsökunar á óskýrum verklagsreglum. Að hvaða leyti voru þær óskýrar? Voru talin upp í þeim ástæður þess að einstaklingar fengju ekki að kenna? Var meintur dónakall ekki skilgreint nógu vel? Og hvað með þá sem eru fastir starfsmenn HÍ? Gilda aðrar reglur um þá? Væru meintir dónakallar í þeirra hópi ekki friðhelgir vegna þess að engar reglur banna þeim að vera það?

Og hvað með td leiðbeinendur doktorsnema sem ekki uppfylla þær kröfur sem skólinn gerir til þeirra en halda samt áfram að 'leiðbeina' eins og deildarforseti og varadeildarforseti viðskiptafræðideildar. Ætlar rektor líka að biðja þá afsökunar á óskýrum verklagsreglum? Að þær hefðu ekki átt að gilda um fastráðna starfsmenn háskólans?

 

 

 

 

 


mbl.is Biður Jón persónulega afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðbeinendur doktorsnema í viðskiptafræðideild HÍ

Á sama tíma og stjórnendur Háskóla Íslands brugðust hratt við bloggi tveggja femínista á knúz.is og komu í veg fyrir að Jón Baldvin yrði gestafyrirlesari hefur skólinn á engan hátt brugðist við þvi að fjórir af fimm leiðbeinendum doktorsnema í viðskiptafræðideild skólans fullnægja ekki þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Ekki dugði einu sinn til að tveir leiðbeinendanna, Ingjaldur Hannibalsson deildarforseti og Árelía Eydís varadeildarforseti viðurkenndu í margra votta viðurvist að þau upplýstu nemendur sína um að þau uppfylltu ekki faglegar kröfur. Þau halda samt áfram að 'leiðbeina' sem aldrei fyrr í skjóli doktorsnámsnefndar deildarinnar. En þetta mál á sér líka spaugilegar hliðar. Fyndnast var að einn þessara 'leiðbeinenda' var munstraður á doktorsnema sem ætlaði að vinna verkefni um efnahagslegt umfang hestamennsku á Íslandi vegna þess að hann átti jú einhverjar truntur (leiðbeinandinn hefur reyndar borið þetta til baka. Segir trunturnar vera gæðinga!).
mbl.is Háskólinn „huglaus smáborgari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Friðrik Eysteinsson
Friðrik Eysteinsson
Ég er aðjunkt í markaðsfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi hjá markadsmenn.is. Ég er einn virkasti rannsakandi deildarinnar og hef víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband