Hvað á að gera?

Í skýrslu The Boston Consulting Group, sem er mikill áfellisdómur yfir Íslandsstofu og öðrum þeim sem koma að stjórnun ferðamála, kemur fram að með því að stíla í auknum mæli inn á markhópa sem gefa meira af sér væri hægt að auka verga landsframleiðslu um 450 milljarða samtals á næstu tíu árum. Út frà þessu má ábyggilega gera ráð fyrir að yfir 200 milljarðar hafi tapast á sl 10 árum.  Það er grundvallaratriði í markaðsfræðum að beina markaðsstarfi að ákveðnum markhópum. Íslandsstofa gerir það ekki og hefur ekki gert. Síðan virðast starfsmenn ekki gera sér grein fyrir því hvað staðfærsla er (sú mynd sem við viljum hafa af Íslandi sem áfangastað i hugum markhópa í samanburði við keppinauta). Að lokum virðist ekki á hreinu við hverja við erum að keppa né hvernig skuli ná fram staðfærslunni með slagorðum og markaðssamskiptum. Ofangreint er kjarninn í faglegu markaðsstarfi. Siðan bætist við að Íslandsstofa hefur ekki getað sýnt fram á að hvorki Inspired by Iceland nè Ísland - allt árið hafi náð nokkrum árangri og skattborgararnir fengið neitt fyrir sinn snúð. Það er þvi ljóst að annað af tvennu þarf að gera. Annað hvort að ríkið hætti að setja pening í þessi markaðsátök Íslandsstofu eða skipt verði um stjórn, forstjóra og þá starfsmenn sem hafa unnið að þessum verkefnum og hæft fólk (með þekkingu og færni í markaðsmálum) skipað eða ráðið í staðinn!
mbl.is Varist að greina frá leyndardómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Til að fá inn 450ma þyrfti ferðamannafjöldi meira en að tvöfaldast.

M.v. hversu margir troða nú utan slóða og hegða sér óábyrgt og heimskulega myndi það þýða ótal slys og útttroðna náttúru á örfáum árum þá og í kjörfarið algjört hrun ferðamanna enda vill enginn koma til að sjá aðeins fótsporin eftir manninn á undan... eða hvað?

Óskar Guðmundsson, 17.9.2013 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Friðrik Eysteinsson
Friðrik Eysteinsson
Ég er aðjunkt í markaðsfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi hjá markadsmenn.is. Ég er einn virkasti rannsakandi deildarinnar og hef víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband